Sætkartöflu franskar með kóríander ídýfu

10 Des

Ég kláraði loksins næstsíðasta prófið mitt í gær, og tók því kvöldið frí frá öllum lærdómi, eldaði góðann mat og drakk gott rauðvín.

Ég gerði heimatilbúna hamborgara með öllu tilheyrandi. Notaði steinbakað baquette brauð í staðinn fyrir venjuleg hamborgarabrauð (líka geggjað að nota ciabatta brauð, en slík uppskrift þarf að hefast í 8 klst. – skelli uppskriftinni hérna inn seinna). En uppskriftin sem ég ætla að deila með ykkur er af meðlætinu, sætkartöflu frönskum með kóríander ídýfu, nammi namm.

Uppskriftin er frá Food52 en með mínum eigin breytingum.

Franskarnar heppnuðust ágætlega, en náði þó ekki að gera þær eins stökkar og ég vildi hafa þær, þarf eitthvað að þróa það.

Kartöflurnar

2 sætar kartöflur, skornar í ílanga bita

2 msk ólífuolía (ég notaði aðeins meira)

2 tsk Maldon salt

1 tsk cumin

1 tsk papríku krydd

1 tsk chilli krydd

1 tsk svartur pipar

Skerið kartöflurnar í ílanga bita (bara eins og franskar?) og setjið í stóra skál. Hellið ólífuolíu yfir. Blandið saman öllum kryddum í aðra litla skál, og stráið kryddblöndunni yfir kartöflurnar. Blandið vel saman. Setjið kartöflurnar á ofnplötu, með bökunarpappír, og dreyfið vel úr þeim. Bakist við 230 gráður í 10 mínútur, snúið þá kartöflunum við og bakið í 10 mín í viðbót.

Fallegu kryddin

Áður en þær fóru inn í ofninn – ætla að prófa að hafa þær á ofnskúffu næst, til að ná þeim stökkari

Namm

Ídýfan

1  box af sýrðum rjóma

1 pressað hvítlauksrif

salt & pipar

1 tsk lime safi

kóríander (gróft saxað) eftir smekk (ég er mikið fyrir kóríander og setti því slatta)

agave sýróp (eða hunang) eftir smekk. Fer eftir því versu sæta þið viljið hafa ídýfuna, en kartöflurnar eru vel spicy og setti ég því 1 tsk af agave.

Mjög auðvelt – bara allt blandað saman!  Gott að dýfa frönskunum í ídýfuna.

Borgarinn hans K. Hendi inn uppskrift af borgurunum seinna.

Mæli með frönskunum með djúsi börger eða sem snakk með góðum dökkum bjór (jólabjór?)

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: