Guacamole (lárperumauk)

3 Jan

Sama hversu mikið ég bý til af guacó þá klárast það alltaf.  Ég ber fram með því saltað nachos og/eða niðurskorið grænmeti. Svo stelst ég stundum til að borða guacamole í kvöldmat, með grænmeti og måske smá kjúkling – enda er avókadó meinhollt:

Avókadó inniheldur amínósýruna glutathione sem hjálpar okkur í baráttunni við liðagigt (RA) og við parkinson sjúkdóminn. Ver okkur einnig gegn hjartasjúkdómum og krabbameinum. Lárperan er einnig rík af E, K og B vítamínum. Hún inniheldur mikið magn af einómettuðum fitusýrum (hollri fitu). Ein lárpera inniheldur um 25% af ráðlögðum dagskammti af mettuðum fitusýrum. Þrátt fyrir að bananinn sé þekktur fyrir að innihalda mikið magn af kalíum þá hefur lárperan um 60% meira magn af því en hann! –  www.islenskt.is

Uppskriftin sem ég nota kemur úr ýmsum áttum, en ég geri hana nánast aldrei eins. Mæli því með að prufa sig áfram í guacamolegerð, því guacó er algjört smekksatriði.

Uppskriftin mín:

2 avókadó

2 tómatar (skafa gumsið úr)

1/2 rauðlaukur eða vorlaukur – ég nota bara það sem ég á til

1 tsk limesafi

1 pakki kryddblanda frá Santa Maria (á ennþá eftir að þróa eigin kryddblöndu, en þangað til hentar þessi bara vel!)

1 væn msk sýrður rjómi

Aðferð:

Gott er að nota stóra skál. Avókadó maukuð saman, ég nota bara gaffal svo maukið haldist smá chunky.

Gums skafað úr tómötum, skornir í litla teninga.

Laukur mjög smátt skorinn. Allt blandað saman.

Kryddblöndu bætt útí ásamt lime safa og sýrðum rjóma.

Kælt í ísskáp.

Vantar læm-ið á þessa…

Gumsið skafað

Allt hrært saman

Njótið…

P.s. Hentar vel með sterkum mat!

Auglýsingar

Eitt svar to “Guacamole (lárperumauk)”

  1. Regína janúar 3, 2012 kl. 7:34 e.h. #

    Þetta er besta guacamole sem ég hef smakkað! Mæli endreigið með þessari uppskrift. Það verður rosalegt!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: