Nýjustu bækurnar í safninu

3 Jan

Það bættust nokkrar matreiðslubækur í safnið yfir jólin…

Sú efsta er frá Eleven Madison Park, frábærum veitingastað í NYC sem við fórum á þegar við vorum í NY í september. Staðurinn bætti við sig tveimur Michelin stjörnum á einu ári, sem verður að teljast mjög gott. Bókin er sérstaklega skemmtileg ef maður hefur borðað á staðnum, þar sem hún sýnir t.d. teikningar af staðnum sjálfum og yfirlit yfir starfsfólk (þess má geta að það voru 35 kokkar á vakt þegar við borðuðum þarna í hádeginu). Meira um þennan stað seinna –  Eleven Madison Park

Næst er bókin „A taste of the world“ sem er mjög flott. Williams-Sonoma gefur hana út. Hún er kaflaskipt eftir hráefni, en síðan er fjallað um hvernig hvert og eitt hráefni er notað víðsvegar um heiminn.

„Food Journeys of a Lifetime“ er í svipuðum stíl, en er flokkuð eftir löndum, en í henni er líka fjallað um veitingastaði og þjóðarrétti hvers lands.

„Tasting India“ er æðisleg, en hana fékk ég í Kokku á Laugavegi. Henni er skipt upp eftir landsvæðum, og er mjög fallega myndksreytt. Bók sem er strax komin í uppáhald hjá mér.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: