Indversk matarveisla – fyrri hluti

15 Jan

Ég eldaði loksins upp úr indversku bókinni Tasting India eftir Christine Manfield, sem bættist í bókasafnið um jólin. Bókin er í raun 50/50 ferða“hand“bók og matreiðslubók, þar sem höfundur leiðir mann í gegnum ferðalög sín um Indland og hvernig matarvenjur eru mismunandi milli svæða á Indlandi.

Ég og Mamma elduðum nokkra rétti saman, sem ég læt fylgja með hér. Þetta er tímafrek matargerð, en algjörlega þess virði. Mæli með að elda indverskt í góðum félagsskap, með rauðvínsglas á kantinum.

Grænertu- og kartöflu samosas

Samosas er týpískur indverskur forréttur/snakk. Deigið er úr súrmjólk og hveiti, og hægt er að fylla það með nánast hverju sem er (kartöflum, grænmeti, hakki, linsubaunum). Í þetta skiptið notuðum við uppskrift af fyllingu úr bókinni A taste of the World með nokkrum breytingum.  Best er að borða þetta rjúkandi heitt og dýfa í mango chutney. Uppskriftin krefst smá handavinnu. Þessi uppskrift gerir 12 samosas (við gerðum tvöfalda uppskrift).

ps. Myndavélin sem ég notaði var hálfbiluð, en ég gat samt ekki sleppt því að setja inn myndir. 

 

Fyllingin:

250 g kartöflur

2 msk saxað kóríander

1 1/2 msk sólblómaolía

1/2 lítill laukur, smátt skorinn

1/2 grænn chillí, smátt skorinn

1/2 tsk ferskt engifer, smátt skorið

75 g grænertur, ég notaði frosnar

1/2 tsk cumin fræ (ekki kúmen!)

1/2 tsk garam masala

2 tsk sítrónusafi

Maldon salt

 

 

Sjóðið kartöflurnar og kælið vel. Skerið í litla bita (stendur 6mm í uppskriftinni… ég hafði ekki fyrir því að mæla þá). Sameinið kartöflurnar og kóríander í skál og leggið til hliðar.


Hitið olíuna á pönnu. Bætið við lauknum, engifer, chilli og cumin fræunum. Eldað þar til laukurinn er gylltur. Þá er  grænertunum bætt við. Lok sett yfir pönnuna og látið malla þar til erturnar eru mjúkar. Lokið er þá tekið af og allur vökvi látinn gufa upp. Þegar allur vökvi er horfinn er sítrónusafa og garam masala bætt við. 

Blöndunni er loks bætt við kartöflurnar. Saltað með maldon. 

 

Deigið:

155 g hveiti

1/4 tsk maldon salt

1 msk brætt smjör

60 g AB-mjólk (+ ein msk sem er notuð til að líma saman deigið)

Sólblómaolía til djúpsteikingar

 

Sigtið hveiti í skál. Bætið við salti. Blandið saman smjörinu og 2 msk heitu vatni í aðra skál. Hellið þeirri blöndu strax í hveitið. Hrærið. Hrærið AB mjólkinni saman við (ekki auka matskeiðinni samt). 

Hnoðið deigið vel í höndunum, þannig að það verði stíft, en þó meðferðilegt. Skiptið í 6 kúlur, og stráið með hveiti. 

Kúlurnar eru síðan flattar út með kökukefli í 15 cm kökur að þvermáli, og skornar í tvennt. 

1 msk af fyllingunni sett á báða helminga, afgangs AB mjólk notuð til að smyrja enda (svo deigið festist betur saman og opnist ekki við steikingu) – endar festir saman (má nota gaffall til að festa enn betur, en við gerðum það ekki)

Tilbúnir í steikingu – Notið sólblómaolíu eða venjulega djúpsteikingar olíu. Það þarf umþb. 10cm af olíu í pott, koddarnir eru steiktir í 4 mín, eða þangað til að þeir eru gylltir.

Þetta er svo útkoman – borið fram með góðu mango chutney

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: