3 hlutir

18 Jan

Fiskréttur sem ég gerði í síðustu viku. Nýr þorskur skorinn í jafnstóra bita. Hellt vel yfir af olífuolíu og saltað vel með Maldon salti, hálf sítróna kreist yfir. Brokkolí og spínat (vel af spínati, það minnkar svo við eldun) sett yfir. Fetaostur vel stappaður saman, svo hann verði að mauki, hellt yfir réttinn. Eldað við 160°c þar til fiskurinn er eldaður og osturinn gylltur. Nammi gott.

Brauð sem ég er farin að kaupa í hvert skipti sem ég fer í Melabúðina. Var svo heppin um helgina að það var ennþá heitt þegar ég fór í Meló um hádegi á laugardegi. Brauðið er æðislegt. Skemmir heldur ekki fyrir að það sé lífrænt vottað.

Mér finnst ótrúlega gaman að gera amerískar pönnsur í brunch um helgar. Ég held ég sé loksins búin að mastera pönnukökugerðina, en ég held að trixið sé að baka þær ekki við of háan hita (eins og ég gerði þegar þessi mynd var tekin – þær eru aðeins of well done, en smökkuðust vel). Ef þær eru bakaðar við lágan hita þá lyftast þær betur og verða mýkri.

Auglýsingar

Eitt svar to “3 hlutir”

  1. Kristel janúar 19, 2012 kl. 3:33 e.h. #

    Ekki lengi að skella þér í Favorites (eða Bookmarks ;)). Búin að skrolla hérna alveg niður, slefandi. Haltu þessu áfram snillingur. Hugsa að ég kaupi svo þorsk frekar en ýsu næst!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: