Kjúklingasalat með stökku beikoni og gráðosti

5 Feb

Ég er gráðost-sjúk. Ég kaupi samt mjög sjaldan gráðost þar sem K lætur hann ekki inn fyrir sínar varir, en í vikunni fékk ég craving í gráðost sem aldrei fyrr. Þá varð þessi kjúklingasalats“uppskrift“ til.

Fyrir ykkur gráðostaæturnar er þetta algjört nammi!

Í þetta salat notaði ég:

Fullt af spínati
Tómat
Gúrku
Graskersfræ
Balsamic edik
Sítrónu
Kjúkling (+ rósmarín, steinselja, papríkukrydd, salt)
Beikon
GRÁÐOST

Steikið kjúklinginn á pönnu á meðalhita. Ég kryddaði hann með þurrkuðu rósmarín, steinselju, papríkukryddi og salti, sem er mín uppáhalds kryddblanda í kjuklingasalat, en notið það krydd sem ykkur finnst best á kjúkling!

Á meðan kjúklingurinn er að malla – blandið saman í skál spínati, tómat, gúrku, balsamic ediki (eftir smekk – alls ekki setja of mikið, balsamic er mjög yfirgnæfandi, myndi setja ca. 1 tsk) og ferskum sítrónusafa (umþb. 1 tsk). Setjið á fallegan disk.

Ef kjúklingurinn er ekki tilbúinn á þessum tíma, setjið hann í lítið eldfast mót og inn í ofn á lágan hita. Steikið beikon á frekar háum hita svo það verði stökkt og gott. Gott er að þurrka beikon eftir steikingu á eldhúsbréfi svo salatið sé ekki löðrandi í beikonfitu.

Setjið kjúllann + beikonið á salatið, myljið gráðost yfir og hendið nokkrum graskersfræjum yfir (skemmir ekki fyrir ef þau eru ristuð + söltuð).

Njótið!

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: