Fylltar svínalundir – laugardags

26 Feb

Við Bríet frænka gerðum vel við okkar um helgina og prófuðum þessa geggjuðu uppskrift af fylltum svínalundum. Ég borða yfirleitt ekki mikið af svínakjöti, en það kom á óvart hvað það var mjúkt og gott.

Við fengum góða lund í Melabúðinni, en mælt er með einni lund pr. 3 manneskjur.

Stillið ofninn á 180°c.

Kryddlögur:

1 bolli ólífuolía
1/4 bolli soja
1 msk rósmarín (endilega ferskt ef maður á það til, annars þurrkað)

Öllu blandað saman og leyft að standa á meðan fyllingin og lundin er græjuð.

Fylling:

1 laukur, smátt saxaður
2 hvítlauksgeirar, kramdir
80 g sveppir – fyrir þá sem vilja vera nákvæmir
Rifinn mozarellaostur…eftir smekk!
Sólþurrkaðir tómatar, smátt saxaðir – við notuðum 1/3 af krukku & olíuna af tómötunum til steikingar.

Laukur og sveppir steiktir upp úr smá ólífuolíu. Tómötum bætt við, og dass af tómataolíunni hellt yfir. Hvítlauknum bætt útí. Örlítið salt og pipar. Mozarella ostinum bætt við svo hann bráðni. Sett til hliðar og leyft að kólna.

Þá er komið að lundinni sjálfri. Hún er snöggsteikt á pönnu og lokað á alla kanta. Þar næst er skorið djúpt í hana og hún fyllt með fyllingunni góðu. Best er að nota sláturgarn til að loka lundinni, en ég er ekki svo rík að eiga svoleiðis, þannig að við notuðum tannstöngla í staðin, sem virkaði bara vel. Lundin er svo pensluð með kryddleginum. Eldað við 180°c í 15 min ca.

Við bjuggum til of mikla fyllingu, en það var alls ekki leiðinlegt – leyfðum henni bara að fylgja með í mótið.

Bárum þetta fram með góðu salati og sætum kartöflum. Njótið vel!

Auglýsingar

Eitt svar to “Fylltar svínalundir – laugardags”

  1. Bríet febrúar 26, 2012 kl. 5:10 e.h. #

    Og bernaise!!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: