Hveitikímsklattar & hveitikíms-pizza

11 Maí

Ég er vöknuð til lífsins á ný eftir prófin – búin að hreinsa út úr ísskápnum allt sukkið sem á til að fylgja með prófalestri.. Ég þráði því góða hveitikímsklatta til að borða í millimál (og kvöldmat eins og þið sjáið neðar).

En hvað er þetta hveitikím? Hveitikím er hjarta hveitikjarnans og verður oftast til sem aukaafurð við mölun hveitis. Kímið er hreinsað burt þegar hvítt hveiti og flestar tegundir heilhveitis er búið til því olían í kíminu styttir geymsluþol hveitisins verulega.

Image

Kímið er stútfullt af næringarefnum – e-vítamín, meira magn kalíums og járns en nokkur önnur fæðutegund, Omega-3 fitusýrur, ríbóflavín, kalsíum, sink, magnesíum og A-, B1- og B3-vítamín í miklu magni.

Fyrsta uppskriftin sem ég gerði af hveitikímsklöttum var hrikaleg. Ég notaði ekkert krydd, bara hveitikím og vatn, sem er alls ekki málið. Við viljum nota góð krydd – eiginlega hvaða krydd sem er, en ég nota oftast papríkukrydd, steinselju, karrý eða eitthvað annað bragðmikið.

Í klattana sem ég gerði í gær notaði ég:

30g kím pr. klatta – ég gerði 8 venjulega klatta en 2 stærri (til að nota í pizzubotn)

1 tsk vínsteinslyftiduft

1 tsk maldonsalt

1 tsk nýmalaður pipar

1 1/2 tsk chilli-krydd

2 tsk oregano

1 bolli 5-kornablanda (finnst það algjört must! Gefur klöttunum miklu meiri fyllingu)

Ólífuolía

Image

Þetta er sáraeinfalt – blanda öllu saman (nema olíunni)

Image

Bæta við volgu vatni, svo blandan verði eins og þykkur hafragrautur

Image

Olía á bökunarpappír. Búa til klatta í höndunum. Alls ekki hafa þá of þunna, þá verða þeir svo harðir. Trixið er að hafa pínu blautar hendur svo gumsið límist ekki við hendurnar á manni.

Image

Bakað við 180°c þar til klattarnir eru orðnir gylltir og fallegir. Þumalputta reglan mín er að pota aðeins í þá og ef þeir eru fallega gylltir en ennþá pínu mjúkir eru þeir fullkomnir!

Image

Svo er hægt að gera svo margt sniðugt með klattana – kotasæla, svartur pipar & gúrka klikkar ekki í millimál, en í kvömdat er ótrúlega gott að búa til flatböku. Ég nota tómata, spínat, sveppi, papríku, smá rjómaost, pizzasósu á botninn og ost yfir. Inn í ofn þar til osturinn er bráðinn.

Image

Hveitikímið fæst í Krónunni og er alls ekki dýrt!Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: