Grillsumar

13 Maí

Við grilluðum ferskan maís í fyrsta skipti í gær – ljúffengt. Munurinn á frosnu og fersku er mjög mikill finnst mér, en fersku stönglarnir eru mun sætari.

Það er ekki flókið að græja svona maís. Það þarf að láta hann liggja í vatni í 10 mín, svo blöðin utan um sjálfan stöngulinn sjúgi í sig vatnið, maísinn eldast svo á grillinu uppúr vökvanum sem er í blöðunum. 

Image

Næst þarf að skera endana af og rífa blöðin varlega af honum, samt þannig að meirihluti þeirra haldist á. Innst við stöngulinn eru tægjur sem þarf að hreinsa burt (sjá mynd) eins vel og hægt er.

Síðan penslaði ég stönglana rausnarlega með ólífuolíu, vafði blöðunum aftur utan um stöngulinn og skellti á grillið í ca. 15 min. Þegar grilltíminn er hálfnaður má snúa þeim við. 

Image

Borið fram með smjöri og salti. 

 

Auglýsingar

Eitt svar to “Grillsumar”

  1. Kristel maí 25, 2012 kl. 6:23 e.h. #

    Girnilegt!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: