Sarpur | Uppskriftir RSS feed for this section

Döðlukaka með heitri karamellusósu

29 Jan

Þessa uppskrift fann ég á Eldað í vesturheimi, (sjá uppskrift þar) en ég prófaði hana í gær sem dessert.

Kakan er dí-sæt, mjúk og bara algjör unaður. Þetta er samt „one slice, and one slice only“ kaka, þar sem hún er ótrúlega sæt. Ég bar hana fram með þeyttum rjóma, held það sé algjört must.

Það sem tók lengstan tíma var að sóða niður karamellusósuna. Það segir í uppskriftinni að það taki 5 mínútur, en það tók mun lengri tíma þar sem það þarf að sjóða sósuna vel niður.

Góð tilbreyting frá frönsku súkkulaðikökunni sem hefur verið ríkjandi í öllum matarboðum uppá síðkastið…

 

Njótið!

Guacamole (lárperumauk)

3 Jan

Sama hversu mikið ég bý til af guacó þá klárast það alltaf.  Ég ber fram með því saltað nachos og/eða niðurskorið grænmeti. Svo stelst ég stundum til að borða guacamole í kvöldmat, með grænmeti og måske smá kjúkling – enda er avókadó meinhollt:

Avókadó inniheldur amínósýruna glutathione sem hjálpar okkur í baráttunni við liðagigt (RA) og við parkinson sjúkdóminn. Ver okkur einnig gegn hjartasjúkdómum og krabbameinum. Lárperan er einnig rík af E, K og B vítamínum. Hún inniheldur mikið magn af einómettuðum fitusýrum (hollri fitu). Ein lárpera inniheldur um 25% af ráðlögðum dagskammti af mettuðum fitusýrum. Þrátt fyrir að bananinn sé þekktur fyrir að innihalda mikið magn af kalíum þá hefur lárperan um 60% meira magn af því en hann! –  www.islenskt.is

Uppskriftin sem ég nota kemur úr ýmsum áttum, en ég geri hana nánast aldrei eins. Mæli því með að prufa sig áfram í guacamolegerð, því guacó er algjört smekksatriði.

Uppskriftin mín:

2 avókadó

2 tómatar (skafa gumsið úr)

1/2 rauðlaukur eða vorlaukur – ég nota bara það sem ég á til

1 tsk limesafi

1 pakki kryddblanda frá Santa Maria (á ennþá eftir að þróa eigin kryddblöndu, en þangað til hentar þessi bara vel!)

1 væn msk sýrður rjómi

Aðferð:

Gott er að nota stóra skál. Avókadó maukuð saman, ég nota bara gaffal svo maukið haldist smá chunky.

Gums skafað úr tómötum, skornir í litla teninga.

Laukur mjög smátt skorinn. Allt blandað saman.

Kryddblöndu bætt útí ásamt lime safa og sýrðum rjóma.

Kælt í ísskáp.

Vantar læm-ið á þessa…

Gumsið skafað

Allt hrært saman

Njótið…

P.s. Hentar vel með sterkum mat!

Sætkartöflu franskar með kóríander ídýfu

10 Des

Ég kláraði loksins næstsíðasta prófið mitt í gær, og tók því kvöldið frí frá öllum lærdómi, eldaði góðann mat og drakk gott rauðvín.

Ég gerði heimatilbúna hamborgara með öllu tilheyrandi. Notaði steinbakað baquette brauð í staðinn fyrir venjuleg hamborgarabrauð (líka geggjað að nota ciabatta brauð, en slík uppskrift þarf að hefast í 8 klst. – skelli uppskriftinni hérna inn seinna). En uppskriftin sem ég ætla að deila með ykkur er af meðlætinu, sætkartöflu frönskum með kóríander ídýfu, nammi namm.

Uppskriftin er frá Food52 en með mínum eigin breytingum.

Franskarnar heppnuðust ágætlega, en náði þó ekki að gera þær eins stökkar og ég vildi hafa þær, þarf eitthvað að þróa það.

Kartöflurnar

2 sætar kartöflur, skornar í ílanga bita

2 msk ólífuolía (ég notaði aðeins meira)

2 tsk Maldon salt

1 tsk cumin

1 tsk papríku krydd

1 tsk chilli krydd

1 tsk svartur pipar

Skerið kartöflurnar í ílanga bita (bara eins og franskar?) og setjið í stóra skál. Hellið ólífuolíu yfir. Blandið saman öllum kryddum í aðra litla skál, og stráið kryddblöndunni yfir kartöflurnar. Blandið vel saman. Setjið kartöflurnar á ofnplötu, með bökunarpappír, og dreyfið vel úr þeim. Bakist við 230 gráður í 10 mínútur, snúið þá kartöflunum við og bakið í 10 mín í viðbót.

Fallegu kryddin

Áður en þær fóru inn í ofninn – ætla að prófa að hafa þær á ofnskúffu næst, til að ná þeim stökkari

Namm

Ídýfan

1  box af sýrðum rjóma

1 pressað hvítlauksrif

salt & pipar

1 tsk lime safi

kóríander (gróft saxað) eftir smekk (ég er mikið fyrir kóríander og setti því slatta)

agave sýróp (eða hunang) eftir smekk. Fer eftir því versu sæta þið viljið hafa ídýfuna, en kartöflurnar eru vel spicy og setti ég því 1 tsk af agave.

Mjög auðvelt – bara allt blandað saman!  Gott að dýfa frönskunum í ídýfuna.

Borgarinn hans K. Hendi inn uppskrift af borgurunum seinna.

Mæli með frönskunum með djúsi börger eða sem snakk með góðum dökkum bjór (jólabjór?)